20.11.2008 | 20:08
Geir í Kastljósinu
Þetta er nú ansi innihaldslaust hjá Geir.....ekkert nýtt....bara sama rullan aftur og aftur, allt bönkunum að kenna.
Geir sagði m.a. eitthvað á þessa leið: Enginn á þann stól sem hann situr í nema kjósendur ákveði að svo sé.......
Ég man ekki eftir því nokkurntíman að það sé kosið sérstaklega um hver fær hvaða ráðherrrastól.....
Það hefur samt engum dulist að Sjallarnir líta á sig sem réttborna krónprinsa í öll æðstu embætti þjóðarinnar, burtséð frá hæfnisreglum eða stjórnsýslureglum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 19:29
Endurnýjað umboð ríkisstjórnarinnar?????????
Í raun verið að kjósa um endurnýjað umboð ríkisstjórnarinnar.....Það var þá........Samkvæmt þessari frétt þá hafa þessir tveir ráðherrar uppljóstrað því að nú þegar sé búið að ganga frá því að SS flokkarnir starfi áfram eftir kosningar ef þeir fá til þess umboð.
Vonandi verður þjóðin rækilega minnt á þessa frétt í kosningabaráttunni.
Ráðherrar vilja kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 16:17
Loksins góð frétt!
Þegar tveir mínusar koma saman þá verður útkoman í plús.........
Að vísu bætist ónýt ríkisstjórn inn í jöfnuna og þá verður útkoman komin í mínus aftur...... því miður.
Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 00:12
Hvernig er þessu svo best varið?
Ef ég man rétt þá gerðist það við hrun Sovétríkjanna að IMF lánaði Rússum mjög væna upphæð. Þegar peningarnir voru greiddir inn á reikning ríkisins leið ekki langur tími þar til samsvarandi upphæð var greidd þaðan inn á bankareikning í USA sem var í eigu rússnesks verðandi auðkýfings.
Ekki veit ég sannleik þessarar sögu en það myndi ekki vekja mikla furðu ef hún er sönn.
Það er spurning hvað verður úr þessum peningum frá IMF sem við erum að fá að láni, en það má líklega gera ráð fyrir að skortsalar og braskarar séu sveittir þessar mínúturnar að finna út hvernig hægt er að ná í sem stærstan skerf...
Það má alveg gera ráð fyrir að það falli einhverjir brauðmolar af ríkisstjórnarborðinu í sérvalin svarthol braskarana þegar engin stefna, algert ráðaleysi og öngþveiti ráða för í ákvarðanatöku líkt og raunin hefur verið í þessu vonlausa samstarfi SS flokkanna.
IMF samþykkir lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 23:22
Meira af furðulegum ályktunum
ASÍ hélt fund í Reykjanesbæ núna í kvöld. Í ályktun fundarins má meðal annars finna eftirfarandi:
"Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess lýsa sig reiðubúin......"
"ASÍ býður stjórnvöldum til samstarfs......."
Þarna er sem sagt fundur í Reykjanesbæ búinn að álykta fyrir öll önnur aðildarfélög ASÍ ásamt því að álykta í nafni ASÍ.............
Reykjanesbær er stórasti bær á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 22:50
Pappírstætarar - gagnaeyðing
Þegar seðlabankastjórinn Davíð Oddson kom fram með afgerandi hætti í morgun og krafðist þess að það færi fram opinber rannsókn á þætti seðlabankans í því ástandi sem nú ríður yfir þjóðina kom tvennt upp í huga mér.......pappírstætarar og gagnaeyðing..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 22:36
Ný skilgreining á samræðustjórnmálum?????
Á sama tíma og ríkisstjórn Íslands með Samfylkingu innanborðs er gagnrýnd harkalega fyrir vinnubrögð m.a. með eftirfarandi hætti:
- Skipulögðum og óskipulögðum fjöldamótmælum á götum úti
- Reglulegum mótmælafundum í stærstu samkomuhúsum landsins þar sem fullt er út úr dyrum
- Fundarherferðum verkalýðsfélaga og annarra fjöldahreyfinga um landið
var Samfylkingarfélagið í Skagafirði að senda frá sér ályktun. Í þeirri ályktun kemur m.a. fram eftirfarandi:
"Krafan er að þau samræðustjórnmál sem Samfylking stendur fyrir verði ástunduð af íslenskum stjórnvöldum."
Það er nefnilega það.....
Hér má sjá frétt um ályktunina í Feyki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 15:31
Hræsni!
Þegar Írar tilkynntu að þeir myndu ábyrgjast allar innistæður í írskum bönkum fóru Bretar alveg af hjörinni og hundskömmuðu Íra fyrir að ganga svona langt þ.e.a.s. ganga lengra en lágmarksskuldbindingar. Bretar beittu þeim rökum að með ráðstöfun Íra þá myndi komast á ójafnvægi og fólk myndi í umvörpum taka fé út úr breskum bönkum og leggja inn í þá írsku og þar með setja allt á hliðina hjá breskum fjármálastofnunum.
Á svipuðum tíma þá ráðast þeir á íslendinga með hryðjuverkalöggjöf og heimta að við tryggjum allar innistæður að fullu........
Hræsni!!!
Var ekki í nokkrum vafa eftir samtalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 22:38
Fyrirtæki ársins 2008!
Það fer ákveðinn kjánahrollur um mann þegar verið er að demba á mann allskonar samantektum frá liðnum árum t.d. viðskiptamenn ársins......Hannes, Jón Ásgeir, Björgólfarnir og svo frv.
Ég fór að velta fyrir mér hvaða fyrirtæki verður fyrir valinu sem fyrirtæki ársins árið 2008 og komst að eftirfarandi niðurstöðu.
Samkvæmt skilgreiningu á krúttkynslóðinni sem kom fram í Kastljósinu í kvöld þá er þetta sannkallað "krúttfyrirtæki", þ.e.a.s. hefur tileinkað sér eða haldið sig við þau gildi sem gera það betur tilbúið inn í framtíðina heldur en önnur.
Trommusláttur..........
Sparisjóðurinn Suður-Þingeyjasýslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 23:31
Hin fullkomna pattstaða....
Það virðist sem svo að Framsóknarleiðin þ.e.a.s. að leyfa þjóðinni með atkvæðagreiðslu að ráða hvort farið verði í aðildarviðræður sé að gera allt vitlaust hjá ríkisstjórnarflokkunum.
Sjálfstæðisflokkurinn er hræddur við að þjóðin velji aðildarviðræður og fari þar með á móti þeirra (núverandi) stefnu að hafna aðild.
Samfylkingin er hrædd við að þjóðin hafni aðildarviðræðum og þar með þeirra aðaláhersluefni.
Þar með er komin hin fullkomna pattstaða milli ríkisstjórnarflokkanna og ekkert gerist í þessu máli frekar en öðrum....
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson