Leita í fréttum mbl.is

Formúlu-tilvistarkreppa

Ég sé fram á mikla tilvistarkreppu þegar formúlan byrjar í mars. Í fyrsta lagi þá er uppáhaldsmaðurinn minn genginn til liðs við erkifjendurna í Ferrari, liðið sem ég hélt með er nú með ökumann sem kemur frá öðrum erkifjendum í Renault. Þannig að nú eru góð ráð dýr en eitt er víst að maður þarf að éta ofan í sig einhvern slatta frá fyrri árum áður en maður sest fyrir framan imbann í byrjun móts.

Það má kannski segja að íslensk stjórnmál hafi verið með svolítil formúlu-tilvistarkreppu-heilkenni síðustu ár (sjálfstæðismenn hafa klofnað í borgaraflokk og frjálslynda og borgaraflokkur gengið aftur til liðs við þá, hér voru til þjóðvaki, kvennalisti, alþýðuflokkur, alþýðubandalag og svo frv. en nú eru það samsteypa úr öllu þessu sem skipst hefur í tvær fylkingar á vinstri vængnum þ.e.a.s. samfylkingu og vinstri-græna.) Ekki furða að það sé hver hendin upp á móti annari þarna eins og best sást í kryddsíldinni þegar rifist var um hver ætti að fá að keyra bílinn sem átti eftir að smíða.

Þá er nú gott að hafa gamla góða Framsóknarflokkinn, traustan og öruggan sem skilar sér alltaf í mark og er alltaf í baráttunni. Það er allavega ekki spurning hverjir eru með bestu viðgerðarhléin og bestu leikáætlunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Sæll Valdi, velkominn á blog.is ef ég væri þú þá héldi ég með mínum manni. Skiptir engu máli hvot hann sé gulur, rauður, grænn eða silfurgrár.

Davíð, 15.1.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband