Leita í fréttum mbl.is

VG vill í ríkisstjórn til að stöðva framþróun og framsókn

Vinstri Grænir hafa búið til barmmerki sem á stendur Ríkisstjórn með ZERO framsókn og vísa þar með skilmerkilega í eigin atvinnustefnu og framtíðarsýn á efnahagslífið. Framtíðarsýn VG byggist upp á STOPP stefnu sem hamlar framsækni og framsókn í íslensku atvinnulífi. Það er bara flott hjá þeim að opinbera þetta og koma til dyranna eins og þau eru klædd. Þeirra hugmyndir um atvinnuuppbyggingu hafa engu skilað og munu ekki gera það þó að þau komist í ríkisstjórn. Vísa hér í hádegisviðtalið á Stöð tvö við Smára Geirsson (stilla tímann á 30:30)....Ekkert, ekki neitt, núll og nix, ZERO. Þetta kom einnig fram á fundi í Stykkishólmi (stilla tímann á 01:17:30) Ekkert, alls ekki neitt, ZERO.....eða jú í lokin hjá Jóni kemur sjóstangaveiði.....og er þá líklega verið að vísa í öll hátæknistörfin og hámenntastörfin sem þeir boða og skapast þá líklega í kringum sjóstangaveiði. Er ekki kominn tími að VG fari að svara einhverjum spurningum um atvinnustefnu og efnahagsmál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Þegar stórt er spurt Valdimar, er yfirleitt heldur lítið um svör hjá Vinstri grænum. Þeir eru ekki enn búnir að finna upp "eitthvað annað" frekar en Samfylkingin sem heldur bara blaðamannafund eftir blaðamannafund án þess að vera að kynna nokkuð sem ekki er dregið til baka af einhverjum öðrum Samfylkingarmanni daginn eftir og daginn þar á eftir og...

Helga Sigrún Harðardóttir, 29.3.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Valdimar Sigurjónsson

Sveinn...mér sýnist af athugasemdunum að dæma að við eigum kannski ekki mikla hugmyndafræðilega samleið hvað stjórnmál varðar. Eitt eigum við þó greinilega sameiginlegt, sem er að það fyrsta sem við hugsum á morgnana og síðasta sem við hugsum áður en við förum að sofa á kvöldin er Framsóknarflokkurinn. 

Valdimar Sigurjónsson, 30.3.2007 kl. 12:34

3 identicon

Sæll Valdimar og til hamingju með síðuna.  Það vinnst ekkert baráttulaust og það veit ég að þú þekkir.

Mér leiðist heldur ekki að annarra flokka senditíkur hafa tekið eftir þér og sent á þig "draug".  Það gera þeir bara þegar þeim finnst ástæða til.  Og eins og drauga er siður þá reyna þeir að draga niður og drepa.  ekki má sjá neinar uppbyggingarhugmyndir þar.

Þú ert í góðum málum.

Sveinbjörn

Sveinbjörn Eyjólfsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband