Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegur stuðningur í skoðanakönnunum við "Enga stefnu"

Ótrúlegt er að fylgjast með því að hátt í helmingur þeirra sem svara í skoðanakönnunum eru tilbúnir (á þeim tímapunkti sem könnunin á sér stað) að kjósa yfir sig „enga stefnu“ til næstu fjögurra ára. Það er með ólíkindum hvað VÍS flokkarnir (Vinstri grænir, Íslandshreyfingin og Samfylking) komast undan því að svara spurningum til að negla niður hvað það er í raun sem þau ætla að gera. Þessir þrír flokkar tala um STOPP en ekkert er skilgreint hvað það þíðir. Þegar gengið er aðeins eftir svörum reyna þeir að redda sér með því að tala um „frestun“ og þá í mjög óskilgreindan tíma.

T.d. nefnir Samfylkingin frestun stóriðju til ársins 2009 en skilgreinir ekkert hverju er verið að fresta. Eftir því sem ég best vissi þá er engin stóriðja á leiðinni fyrir árið 2009 þannig að með þessari skilgreiningu sinni þá er Samfylkingin eini flokkurinn með raunverulega stóriðjustefnu en aftur á móti skilgreina þeir ekki hvar og hverskonar stóriðja á að koma þá eða hvar eigi að virkja???

Eins er með VG og Í þegar kemur að þessum efnum. Þau segja STOPP en það er hins vegar ekki til frambúðar. Það má athuga þetta þegar hagkerfið kólnar eða við einhverjar aðrar óskilgreindar aðstæður. Þá er spurningin sem er ósvarað: Við hvaða aðstæður í efnahagskerfinu mun VG og Í virkja og byggja stóriðju og þá HVAR og hvaða gerð stóriðju er þeim þóknanleg?

VG og Í hafa einnig talað um betri nýtingu orku og þá að nýta hana t.d. í koltrefjaframleiðslu og vetnisframleiðslu. Þarf ekki að spyrja nánar út í þessa hluti. t.d. þarf helmingi hærra hitastig til að vinna koltrefjar heldur en ál.....sem þíðir helmingi meiri orka......og hvað með vetnið.....hvað ætla þessir flokkar sér???

Eina sem þessir flokkar eiga sameiginlegt er að koma ríkisstjórninni frá en þegar spurt er að því hvað þau ætli að gera ef það muni takast eru svörin engin......bara eitthvað annað = Engin stefna 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband