Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverðar umræður í sjónvarpssal

Það var skemmtilegt að fylgjast með umræðunum í sjónvarpssal áðan. Það verður einnig áhugavert að fylgjast með áframhaldinu næstu kvöld. Það er altaf gaman að heyra Steingrím J. segja frá brandara ársins í sambandi við væntanlegar ríkisstjórnarviðræður. Það fer þó að verða brandari ársins að heyra hann lýsa því að ef stjórnarandstaðan nái meirihluta þá sé eðlilegt að þau tali fyrst saman um myndun ríkisstjórnar en honum finnst að sama skapi óeðlilegt og (brandari ársins) að ríkisstjórnarflokkarnir tali saman ef þeir halda meirihluta. Smile

Annars er gaman að skoða mörg pólitísk blogg núna í kjölfar þáttarins og sjá þegar allir lýsa formanni síns stjórnmálaflokks sem sigurvegara kvöldsins. Foringjadýrkunin sem helst hefur verið hermt upp á Sjálfstæðismenn á orðið við um fleiri flokka um þessar mundir sýnist mér. 

Fyrir mitt leyti þá bar Jón Sigurðsson af í kvöld, yfirvegaður, rökfastur og málefnanlegur. Ég held að flestir geti verið sammála um að Jón sér heildarmyndina langskýrast af þeim flokksleiðtogum sem nú eru í framboði. Enda kemur í ljós að þegar gengið er á formennina og þeir krafðir svara þá endar svarið oftast í því að þeir eru sammála málflutningi og rökum Jóns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góður

Tómas Þóroddsson, 10.4.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband