Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin og föstudagurinn 13.

Þar sem mikið var að gera hjá mér í gær náði ég ekki að fylgjast mjög ítarlega með hvað var að gerast í kringum landsfund Samfylkingarinnar. Ég á marga góða vini í Sf. og því gaman að fylgjast með hvað þau eru að gera.

Það sem ég þó sá gaf mér vísbendingar um að landsfundir þessa ágæta stjórnmálaflokks verða valdar aðrar dagsetningar en föstudagurinn 13. í framtíðinni. 

Fyrst kom Össur í hádegisviðtalinu og með miklum sannfæringarkrafti talaði hann um að mannsaldursreynsla sín í stjórnmálum og yfirburðaþekking sín á að lesa úr skoðanakönnunum sýndi að allt væri á uppleið. Össur sýndi svo með skemtilegri handahreyfingu til að leggja áherslu á orð sín hvernig skoðanakannanir væru á uppleið....... 6 klst. seinna er birt könnun Gallup þar sem staðreyndin var á öfugan veg.....Óheppin... 

Á landsfundinn mættu svo skeleggir kvenskörungar frá Norðurlöndunum, þær Helle Thorning-Smith, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og Mona Sahlin, nýkjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð til að styðja stöllu sína   Ingibjörgu Sólrúnu í komandi verkefni. Til merkis um þessa  „föstudagsins 13 óheppni „ í kringum landsfundinn, þá lýsti Sahlin því yfir í ræðu á fundinum að til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum, þyrfti konu. Þetta vekur ákveðna furðu að heyra því að þessar stöllur þrjár, Sahlin, Ingibjörg og Helle Thorning-Smith eru allar í stjórnarandstöðu.   Þannig að þetta módel er ekki alveg að virka...Óheppin...

Síðan sá ég Kastljósið í gær yfir kvöldmatnum og verð að segja að þar átti Kristrún Heimisdóttir alveg hræðilegan dag. Ekki ætla ég að vera að velta henni upp úr hvernig til tókst í gær...kannski einhver yfirspenna eftir að koma af miklum baráttufundi...eða bara...Óheppin... 

Annars bendi ég á grein á heimasíðunni minni www.valdimar.is sem ber heitið „Föstudagurinn 13.“ En þar útskýrist vel af hverju fólk ætti að hugsa sig tvisvar um að treysta á lukkuna á þessum degi. Sérstaklega kannski þegar um er að ræða heilu stjórnmálaflokkana mánuði fyrir kosningar J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband