Leita í fréttum mbl.is

Verður ekki X-D að lýsa nefndina vanhæfa?

Í greinagerðinni eru talin upp lög og reglugerðir sem nefndinni ber að fara eftir. Ef mat nefndarinnar er svo rangt að hæfasti einstaklingurinn lendir í þriðja flokki af fjórum mögulegum og aðrir þrír sem gengið er fram hjá eru í fyrsta flokki þá hlítur nefndin að vera vanhæf til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Er því ekki eðlilegt framhald hjá sjálfstæðismönnum að lýsa nefndina vanhæfa?

Ef ekki er farið eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur til að tryggja aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds þá þíðir lítið fyrir okkur að stæra okkur af vel heppnuðu stjórnkerfi.

Hvað sem öllu líður þá eiga orð fyrrverandi forsætisráðherra sem sögð voru af minna tilefni en þetta vel við um þessa ráðningu "svona gerir maður ekki"


mbl.is Dómnefnd segist sitja áfram þrátt fyrir óvandaða stjórnsýslu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband