15.1.2008 | 23:33
Innan valdheimilda! Skiptir það öllu hjá sjöllunum?
Ég sá ekki allt Kastljósið áðan en það litla sem ég sá var ansi dapurt hjá Árna Matt.
Ég ætla samt að vona ráðherrans vegna að ég hafi náð versta hlutanum af því sem hann lét út úr sér þ.e.a.s. þegar hann talaði um að það væri ekki honum að kenna að almenningur væri að missa trúna á dómskerfinu heldur væri það nefndinni blessaðri að kenna......
...Ef þetta heitir ekki að snúa hlutunum á hvolf...
Forsætisráðherra segir að ráðningin sé innan valdheimilda og það er eflaust rétt hjá honum... Ég sé samt ekki hvað það skiptir máli hjá þeim sjöllunum hvort þeir starfa innan eða utan valdheimilda...
Ef það klikkar eitthvað þá er bara að bíða þess að Forsetinn skreppi úr landi og draga þá "uppreisn æru" upp úr skúffunni.
Embættisveitingar innan marka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
Athugasemdir
Ég er bara nokkuð sammála þessari knöppu úttekt.
Árni Gunnarsson, 15.1.2008 kl. 23:41
Árna saga í pólitík er komin að endimörkum
Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2008 kl. 00:15
Árni átti gullkorn vikunnar þegar hann lét út úr sér að hann væri ekki búinn að lesa grein Sigurðar Líndal :-) Hafandi rétt áður gert lítið úr málflutningi Sigurðar.
Karl Ólafsson, 16.1.2008 kl. 00:34
hahaha...... maður þarf greinilega að hlusta á Kastljósið allt. Þetta verður neyðarlegra með hverju orði sem hann lætur út úr sér.
Var að lesa inn á vísi.is umsögn Ástráðs haraldssonar um þetta mál, hann er á því að þetta sé ólöglegt og ráðningin dæmd ógild ef hún færi fyrir dómsstóla. Það verður gaman að heyra þann skelegga og rökfasta hæstaréttarlögmann rökstyðja það.
Valdimar Sigurjónsson, 16.1.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.