Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið holdi klætt

Sitt hvað má nú segja um þau læti sem voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Ég hafði samt lúmskt gaman af þessum látum sem breyttu fyrirséðum fundi í mikla dramatík.

Eftirmálarnir eru líka áhugaverðir, fólk skiptist í tvo hópa og kalla þessi mótmæli annaðhvort aðför að lýðræðinu eða hinn hópurinn sem segir að nákvæmlega svona birtist lýðræðið.....

Líklegt er að nokkrir af þeim sem létu sjá sig á pöllunum í dag eiga eftir að setjast í borgarfulltrúastólana í framtíðinni.

Þá er vonandi að aðgerðir þeirra munu ekki leiða til þess að "lýðræðið" birtist holdi klætt með öskrum og látum á pöllunum.

Þessi atburðarrás er víti til varnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Valdimar. s

NEi þessi mótmæli voru táknræn en algerlega friðsöm og í sjálfu sér sárasaklaus.

Ungt fólk sem vill hafa eitthvað að segja, HELST STRAX, hvenær hefur það verið talið einhver stórglæpur ! Er það ekki bara merki um að við eigum æsku með dug og þor.

Smávægileg borgaraleg óhlýðni stöku sinnum og kröftug og táknræn mótmæli er í flestum alvöru lýðræðis þjóðfélögum ein af byrtingarmyndum opins og lifandi lýðræðis. ÞAð er aðeins í svörtustu einræðisríkjum sem yfirvöldin hræðast slíkt eða gjörsamlega banna slíkt athæfi.  Hér á landi er af sumum mikill misskilningur í gangi um hvað lýðræði er. Hjá þeim sem svo hugsa bólgnir af reiði um skrílslæti og aðför að lýðræðinu snýst lýðræðið um að halda hér uppi formföstu og þröngu fulltrúalýðræði sem er algerlega bundið á klafa þungglammalegs og þröngs fulltrúalýðræðis. Fulltrúarnir eru hinir einu og sönnu útvöldu lýðræðisstjórar. Hugsum aðeins. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband