15.5.2008 | 00:23
Í kjölfar Framsóknarflokksins?
Ef Þorgerður er að opinbera nýja stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálunum, þ.e.a.s. að styðja Framsóknarleiðina, þá er kominn meirihluti fyrir þessari leið á Alþingi sem verða að teljast stórtíðindi og ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að kjósa um hvort fara eigi í aðildarviðræður fyrir næstu Alþingiskosningar.
Samfylkingin sem hefur í orði en ekki á borði talið sig hafa leitt evrópusambandsumræðuna hefur aldrei talað um þessa leið og er samkvæmt orðum nokkurra forsvarsmanna hennar andvíg þessari aðferð. Ástæða þess er einföld, Samfylkingin óttast djúða umræðu um evrópusambandið og þá sérstaklega um þá fjölmörgu "galla" sem fylgja aðild. Með öðrum orðum, ótti Samfylkingarinnar við þessa leið er augljóslega af þeirri ástæðu að ef þjóðin kýs gegn aðildarviðræðum þá er aðalbaráttumál Samfylkingarinnar úr sögunni og þeir standa uppi í pólitískri pattstöðu.
Ég held að allir þeir sem hafi fylgst vel með stjórnmálum í gegnum tíðina hafi verið búnir að átta sig á því að Sjálfstæðisflokkurin getur skipt um skoðun á einni nóttu og Evrópumálin eru þar engin undantekning. Spurning hvort aðfararnóttin 15. maí 2008 sé nóttin sem sinnaskipti þeirra verða í Evrópumálunum.
Sjálfstæðismenn sjá nú hvernig fylgið hrapar af þeim í borginni og því þurfa þeir að finna sér leið til að skaða Samfylkinguna sem er að koma sterk inn þar. Sú leið gæti verið fólgin í að ráðast aftan að Samfylkingunni í sambandi við evrópumálin...
Það skyldi þó ekki verða svo að evrópusinnaðir sjálfstæðismenn standi við grillin sín annað kvöld......:-)
Hefur áhyggjur af borgarmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.