Leita í fréttum mbl.is

Þetta var það sem stjórnarflokkarnir skildu ekki!

Í umræðunum um vantrausttillöguna kom það skýrt fram að stjórnarliðar skildu ekki hvað tillaga af þessu tagi felur í sér.

Ef vantraust er samþykkt og boðað er til kosninga þá er ekki um það að ræða að mynduð sé ríkisstjórn með því fólki sem er á Alþingi núna. Nýir flokkar koma hugsanlega með framboð og það sem meira er og stjórnarliðar óttast meira en pestina er að uppstokkun verður á framboðslistum og ýmis andlit detta út.

Þannig að þegar ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningar þá er staðan allt önnur. Öll gagnrýni stjórnarliða á að stjórnarandstaðan sé ekki stjórntæk og ekki hægt að vinna með henni var þvi hálf hallærisleg.

Miðað við málflutning stjórnarliða þá ættu þeir ekki að óttast kosningar.....fram kom hjá þeim ítrekað að þeir telja sig íslands einu von og ættu ekki í vandræðum með að ná samanlagt um 100% fylgi ef kosið yrði.


mbl.is Láti sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Einnig skondið líka að horfa á það að samkvæmt skoðanakönnunum. Stjórnarandstaðan verður samt að átta sig á því að þó einhverjir flokkar í stjórnarandstöðunni hafi unni á í skoðanakönnunum   og Sjálfstæðistflokkurinn t.d. tapi fylgi þá mundu núverandi stjórnarflokkar þó halda velli í nýjum kosningum ef marka má skoðanakannarnir. Hvort þeir hefðu áhuga á að starfa saman er svo annað mál.

Guðmundur Zebitz, 25.11.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband