Leita ķ fréttum mbl.is

Skiljanleg žessi harkalegu višbrögš!

Į įrunum 2001 og 2002 voru sett tķmabundin lög hjį mörgum vestręnum žjóšum. Lögin voru ętluš til aš veita mótspyrnu og uppręta hryšjuverkaógn sem vofši yfir ķ žessum löndum. Ķ rökstušningi meš žessum lagasetningum var "nokkuš" skżrt aš žau mętti ekki nota umfram žessa žętti įsamt žvķ aš stjórnmįlamenn sem settu lögin lofušu aš varlega yrši fariš meš beitingu laganna og ekki yrši fariš śt fyrir žann ramma sem žau veittu.

Nś sex įrum sķšar eru lögin enn til stašar t.d. ķ Bretlandi og veriš beitt eins og alžjóš veit į fyrirtęki ķ eigu Ķslendinga og öll žjóšin bķšur af žeim sökum óbętanlegan skaša.

Žaš eru mjög varasamar svona lagasetningar žar sem ekkert kemur fram eša er illa skżrt viš hvaša ašstęšur mį beita lagasetningunum. Orš eins t.d. verulegum, ef rķkir hagsmunir liggja viš og svo fr. geta veriš algjört eitur ķ augum žeirra sem eru aš reyna aš vinna ešlilega aš rekstri fyrirtękja sinna, innan allra laga og reglna.

Žaš er t.d. ein mįlsgrein ķ nżju lögunum žar sem žessi įšurnefnd matsatriši koma fram,  žó aš hśn sé innan tķmamarka og į eftir fylgi įkvešinn listi til aš takmarka beitingu lagasetningarinnar, žį  vakna įkvešin ónot viš aš sjį žessa uppsetingu. Žaš sem į undan er gengiš ķ įkvaršanatöku hjį Sešlabankanum og stjórnvöldum er lķklega žaš sem veldur žessum ónotum og harkalegum višbrögšum eins og Geir oršar žaš:

(Feitletrun ķ texta er gerš af mér.)

"Fram til 30. nóvember 2010 er Sešlabanka Ķslands heimilt, žrįtt fyrir įkvęši 2. gr. laganna og 9. gr. laga um fjįrfestingu erlendra ašila ķ atvinnurekstri, aš įkveša aš gefa śt reglur, aš fengnu samžykki višskiptarįšherra, sem takmarka eša stöšva tķmabundiš einhverja eša alla eftirtalda flokka fjįrmagnshreyfinga og gjaldeyrisvišskipti sem žeim tengjast ef slķkar hreyfingar fjįrmagns til og frį landinu valda aš mati Sešlabankans alvarlegum og verulegum óstöšugleika ķ gengis- og peningamįlum:"

Fyrst bśiš er aš setja lögin er bara aš vona hiš besta.


mbl.is Gagnrżni of harkaleg
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband