Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði Gylfa með Samfylkinguna skiljanleg

Viðbrögð Gylfa eru skiljanleg. Í kosningabaráttunni 2007 komu ýmsir forystumenn verkalýðsfélaga fram og lýstu yfir stuðningi við Samfylkinguna. Baráttumál Samfylkingarinnar sem komu t.d. skýrt fram í Borgarnesræðum formannsins Ingibjargar Sólrúnar gáfu tilefni til mikilla væntinga hjá þeim sem féllu í þá gryfju að trúa orðunum sem nýju neti.

Með þessum málflutningi voru ýmsir málsmetandi menn sem komu fram og börðust fyrir framgangi Sf. Núna þegar í ljós kemur hið fullkomna ráðaleysi ásamt því að ekki stenst orð af þeim fögru fyrirheitum sem flæddu í ómældu magni frá talsmönnum flokksins er ástæða þessara miklu vonbrigða og að sífellt fleiri snúa bakinu við vinnubrögðum af þessu tagi.

Ábyrgð Samfylkingarinnar er mikil og hreint út sagt ógeðfellt að heyra þingmenn flokksins, ráðherra og ekki sýst formanninn koma fram og segja að Samfylkingin beri ekki ábyrgð á því sem komið er.

Tilraun flokksins að segja það í tíma og ótíma að þeir beri enga ábyrgð í von um að ef lygin sé sögð nógu og oft þá fari fólk að trúa henni á eftir að snúast illilega gegn þeim og er þegar farið að gera það.


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband