2.1.2009 | 17:24
Bara þeir þrír?
Einhversstaðar þarf að byrja en mér finnst frekar þunnt hjá Röddum fólksins að tiltaka bara þessa þrjá einstaklinga. Frekar ættu þau að fara eftir tilmælum ráðamanna, sleppa að persónugera vandann, og krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar og fylgifiska þeirra.
Þessir einstaklingar sitja jú í umboði hvers annars, en ekki beint í umboði þjóðarinnar.
Þjóðin kýs sér fulltrúa á þing og þeir fulltrúar koma sér saman um val á ráðherrum og öðrum fylgifiskum í krafti meirihluta á þingi.
Það væri kannski snjall leikur að krefja aðra í ríkisstjórnarflokkunum um að þessir þrír segi af sér. Fyrir ekki svo mörgum misserum þá hefði líklega heyrst mikið í Samfylkingarfólki ef upp hefðu komið svipaðar aðstæður. Nú heyrist ekki mikið af þeim bænum og fagurgalar sem sungu svo hátt um lýðræði og réttlæti hafa tapað söngröddinni eða einfaldlega fundið sér annað lag til að syngja, Samtryggingarsönginn.
Ég held að önnur eins sinnaskipti í íslenskri stjórnmálasögu séu vandfundin. Fyrir hefur komið að einstaklingar hafa skipt um skoðun og skipt um flokka en að heill flokkur skuli snúast svona á punktinum er með algjörum ólíkindum og ætti að setja sérstaka rannsóknarnefnd í að skoða það mál sérstaklega.
Að lokum vil ég taka fram að mótmæli sem þessi eru til fyrirmyndar, þarna er sett fram málefnalegt plagg og afhent viðkomandi aðila í friði og rósemd. Í mínum augum eru það mótmæli sem virka.
Krefjast afsagnar Árna Mathiesen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.