Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti kjósenda getur krafist kosninga!

Á sama tíma og bál er tendrað á Austurvelli, þúsundir mótmælenda öskrandi og verið er að brjóta rúður í alþingishúsinu tilkynna tíu þingmenn Samfylkingarinnar að þeir ætli að leggja fram tillögu á Alþingi þess efnis að meirihluti kjósenda geti krafist kosninga..........Súrrealískt!

Líklega sjá þeir fyrir sér að fá tillöguna samþykkta og ganga í kjölfarið út úr alþingishúsinu sigur hrósandi í opinn arm fagnandi mótmælenda sem ákallar hinar tíu nýju lýðræðis- og frelsishetjur þjóðarinnar......NOT

Það væri nær að þessir sömu þingmenn leggji fram þá tillögu að rjúfa ætti þing og að þjóðin fái að ganga til kosninga nú þegar........... og eru þetta ekki sömu þingmenn og greiddu allir atkvæði á móti vantrauststillögunni sem lögð var fram á Alþingi fyrir rétt rúmlega mánuði síðan?

Það verður forvitnilegt að sjá þessi lög í heild en búast má við að þau innihaldi ákvæði sem segir að þau eigi einungis við ef Samfylkingin er í minnihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvernig væri slík framkvæmd eiginlega í verki? á Kjörskrá eru yfir 200.000 manns. þyrftu 101.000 að skrá sig fyrir því að vilja kosningar og hvernig ætti að standa að því?

það væri ekki hægt með netkönnunum þar sem hver sem er getur skráð alla í símaskránni. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hugmyndin ágæt en framkvæmdin ill-leysanleg. Vinsældapólitík?

Einar Sigurbergur Arason, 21.1.2009 kl. 01:23

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef það kemur frá Samfylkingunni þá er það bara hin venjulega vindhana pólitík.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband