16.2.2009 | 12:14
Framboðsyfirlýsing
Á kjördæmisþingi hjá Framsókn í NV. kjördæmi nú á laugardaginn tilkynnti ég um framboð mitt í 1. - 2. sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Eftirfarandi yfirlýsingu sendi ég á fjölmiðla í morgun:
Framboðsyfirlýsing
Ég undirritaður, Valdimar Sigurjónsson, hef ákveðið að sækjast eftir 1. eða 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2009.
Íslenskt samfélag gengur nú í gegnum erfiðleika sem eiga eftir að vera skráðir í sögu landsins til allrar framtíðar. Verkefni okkar sem nú byggjum Ísland er að sjá til þess að þessi kafli sögu okkar verði skrifaður á þann hátt að hér hafi verið tekið á málum af skynsemi, dugnaði og stórhug.
Hlutverk stjórnmálanna er að hafa frumkvæði og vilja til að leiða það verkefni. Með upplýstri umræðu, gagnsæjum vinnubrögðum og heiðarleika er hægt að vinna inn það traust sem þarf til að við sem þjóð náum vopnum okkar á nýjan leik.
Sú endurnýjun sem hefur orðið í Framsóknarflokknum, bæði hvað varðar forystu og málefni sýnir á ótvíræðan hátt að flokkurinn gengur í takt við íslenska þjóð og hlýðir ákalli um breytt og betri vinnubrögð. Grundvallarhugsjónir Framsóknar, byggðar á samvinnu og jöfnuði eru samhljóma minni hugmyndafræði. Saman breytum við rétt og byggjum betra samfélag.
Ég er 36 ára, fæddur og uppalin á Glitstöðum í Borgarbyggð. Árið 2006 útskrifaðist ég sem Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.
Fyrir alþingiskosningarnar 2007 skipaði ég 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi. Í þeirri kosningabaráttu lagði ég mig fram við kynna mér helstu þætti atvinnu- og mannlífs í kjördæminu, sem og landinu öllu. Sú reynsla og þekking sem ég öðlaðist þar sannfærir mig um að sá kraftur, þekking og elja sem býr í íslenskri þjóð gerir okkur kleift að yfirstíga þá erfiðleika sem nú steðja að.
Úrlausnarefni næstu missera eru fjölbreytt og kalla á frjóa hugsun, frumkvæði og nýjar framsýnar aðferðir. Ég tel mig hafa frumkvæði og þann kraft og vilja sem þarf til þess að verða í forystusveit Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og vonast til þess að hljóta traust flokksmanna í póstkosningu nú í byrjun mars.
Virðingarfyllst,
Valdimar Sigurjónsson
Allar frekari upplýsingar:
GSM: 8-205-205
e-mail: valdimar@valdimar.is
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
Athugasemdir
gangi þér vel.
Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 12:19
Tek undir þetta hjá Fannari. Hverjir eru raunhæft að keppa um þessi tvö sæti?
Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 12:29
Takk Fannar
Ætlar þú ekki að skella þér í bráttuna? Ég treysti allavega á þig í að uppfæra könnunina frá 2007 til að fólk átti sig á hvað það eigi að kjósa........það var hrein snilld
Valdimar Sigurjónsson, 16.2.2009 kl. 12:36
ég stóð ekki að baki þessari könnun, en ég skal hnippa því að þeim sem stóðu á bak við hana að tékka á henni.
ég er kominn á fullt í baráttuna en ekki eins og þú. ég er í vinnu fyrir flokkinn og frambjóðendurnar. ég er kosningarstjóri nv fyrir xd.
Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 13:08
Ég veit um Guðmund Steingrímsson, nú er Magnú hættur en ég veit að Kiddi sleggja hefur mikinn áhuga en hverjir aðrir eru líklegir?
Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 13:12
Til hamingju með ákvörðunina, vona að þetta verði skemmtilegur tími fyrir þig og þína.
Barði Barðason (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:30
Fannar
Til hamingju með jobbið, það verður gaman að kljást við ykkur sjallana eins og venjulega. Það er spennandi prófkjör að fara í gang hjá ykkur.......vonandi ykkar vegna að það gangi betur en 1999....hehe...ég hélt annars að eftir þann harmleik þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminu ekki halda prófkjör fyrr en komið væri ártal sem byrjaði á 3.
Sigurður
Þeir sem eru búnir að bjóða sig fram í 1. sæti ásamt mér eru Gunnar Bragi Sveinsson, Friðrik Jónsson og Guðmundur Steingrímsson.
Ég á ekki von á því að Kristinn H. komi aftur en það er að sjálfsögðu undir honum komið hvernig hann hagar sínum málum.
Valdimar Sigurjónsson, 16.2.2009 kl. 18:13
Valdimar. Þig þekki ég af góðu einu og minnist þess að fyrir síðustu kosningar hringdi ég í þig með litlum fyrirvara til að biðja þig að mæta á erfiðan fund sökum forfalla annarra. Þú sagðir já og rúllaðir fundinum upp, enda ertu bæði gáfaður og heill... Gangi þér vel.
Helga Sigrún Harðardóttir, 27.2.2009 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.