Leita í fréttum mbl.is

Tekjuáætlun ellilífeyrisþega?

Nú er auglýst í gríð og erg lokadagsetning ellilýfeyrisþega til að senda inn tekjuáætlun.

Þetta kemur ansi spánskt fyrir sjónir í ljósi eins aðalbaráttumáls Samfylkingarinar um langa hríð að afnema tekjutengingar á lífeyrisgreiðslum.

Ég man þá tíð að Samfylkingarfólk með Helga Hjörvar í fararbroddi gekk fram af miklum þunga í þessum málum og gagnrýndi nær stanslaust þessa aðferð og sérstaklega þegar kom að því að ellilíferisþegar sem sendu inn of lága áætlun þurftu að endurgreiða. Ekki vantaði stóryrðin og yfirlýsingarnar þá.

Ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar ætlar að vera ein hörmungarsaga. Það liggur við að maður athugi hvort þeir hafi skipt um kennitölu að afloknum kosningunum 2007 þvílík stefnubreyting hefur átt sér stað þar á bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband