Leita í fréttum mbl.is

Ömurlegt útspil og tækifærismennska Samfylkingarinnar

Nýjasta útspil Ingibjargar Sólrúnar þess efnis að kjósa skuli á sama tíma um hvort fara eigi í aðildarviðræður við EB og til Alþingis er mjög ömurlegt og sýnir rétta andlit Samfylkingarinnar.

Tækifærissinnar hafa einhverjir kallað þann flokk og spurning hvort þetta útspil styðji þá nafngift ekki algerlega.

Getur nefnilega ekki verið að Samfylkingin sjái sitt tækifæri í því að geta beint næstu kosningabaráttu eingöngu að Evrópusambandsaðild og sloppið þannig að svara leiðinlegum spurningum um framgöngu þeirra í ríkisstjórnarsamstarfinu?

Fyrir mér gæti þessi texti hér á undan verðið orðskýring fyrir orðið "tækifærissinni"

ps. ég óska Ingibjörgu Sólrúnu fullum bata í veikindum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband