Leita í fréttum mbl.is

Var þetta nokkuð fólkið í flokknum?

Halla Gunnarsdóttir þingfréttakona hjá Mbl. lýsti ástandinu í þjóðfélaginu á mjög góðan hátt í Kastljósinu á föstudaginn þegar hún sagði eftirfarandi.

"...ég get ekki ímyndað mér að nokkuð forlag hefði gefið þessa sögu út, það hefði einhver sagt, nei þú ert búin að ganga allt of langt, þetta er allt of mikið drama, þú verður að minnka þetta aðeins til þess, hérna, að sagan verði trúverðug..."

Ég er sammála Höllu, ef atburðir síðustu mánaða hefðu verið skáldsaga, þá væri hún algerlega yfirhlaðin.

En þessa sögu okkar um stjórnmálakreppuna og efnahagshrunið á Íslandi á enn eftir að skrifa í marga kafla. Það hyllir ekki undir næsta bindi sem fjallar um endurreisn.

Nú eru kaflaskil og heitið á næsta kafla er í höndum Ingibjargar Sólrúnar og gæti til að mynda borið heitið stjórnarslit, þ.e.a.s. ef ákvörðun hennar verður á þá leið.

Annars er eitthvað sem segir mér að Ingibjörg komi til með að horfa framhjá þeim háværu og fjölmennu kröfum innan flokksins sem vilja slíta stjórnarsamstarfinu.

Það er spurning hvernig Ingibjörg Sólrún hefur metið fundinn, allavega miðað við þau orð hennar á fjölmennum borgarafundi að fundarmenn væru ekki þjóðin, þá má leiða að því líkum að samfylkingarfólkið á fundinum í dag hafi að hennar mati ekki verið fólkið í flokknum.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband