22.2.2007 | 23:41
Klám, klám og aftur klám!
Það er ekki laust við að það fari um mann ákveðinn kjánahrollur yfir þessu klámráðstefnubulli og öllu umstanginu í kringum það. Þakka aðstendum fyrir að hafa horfið frá komu sinni hingað og leyst þannig þennan rembihnút sem allt var komið í hér. Myndin á síðunni þeirra af hvalnum og stelpunum segir meira en þúsund orð og lýsir ákveðnum hroka. Það er kannski skiljanlegt að aðstandendur ráðstefnunnar séu sárir yfir hvernig mál þróuðust enda örugglega búin að fara feiknarleg vinna í að skipuleggja þetta allt.
Hvaða lögfræðingur ætli taki skaðabótamálmál klámfólksins upp á sína arma og verður hann ekki sakaður um landráð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 23:11
Lykilorðavesen
Það tók ansi langan tíma að komast inn í stjórnborðið áðan. Kíkti síðan óvart í junk póstinn og sá þar upplýsingar um að öllum lykilorðum á blog.is hafði verið breytt......síðan var þetta augljóst þegar ég komst inn á síðuna því þar stóð skýrum stöfum að pósturinn um nýja lykilorðið gæti lent í junk mail.
Stundum gerast hlutirnir einhvernveginn í öfugri röð....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 00:49
Formúlu-tilvistarkreppa
Ég sé fram á mikla tilvistarkreppu þegar formúlan byrjar í mars. Í fyrsta lagi þá er uppáhaldsmaðurinn minn genginn til liðs við erkifjendurna í Ferrari, liðið sem ég hélt með er nú með ökumann sem kemur frá öðrum erkifjendum í Renault. Þannig að nú eru góð ráð dýr en eitt er víst að maður þarf að éta ofan í sig einhvern slatta frá fyrri árum áður en maður sest fyrir framan imbann í byrjun móts.
Það má kannski segja að íslensk stjórnmál hafi verið með svolítil formúlu-tilvistarkreppu-heilkenni síðustu ár (sjálfstæðismenn hafa klofnað í borgaraflokk og frjálslynda og borgaraflokkur gengið aftur til liðs við þá, hér voru til þjóðvaki, kvennalisti, alþýðuflokkur, alþýðubandalag og svo frv. en nú eru það samsteypa úr öllu þessu sem skipst hefur í tvær fylkingar á vinstri vængnum þ.e.a.s. samfylkingu og vinstri-græna.) Ekki furða að það sé hver hendin upp á móti annari þarna eins og best sást í kryddsíldinni þegar rifist var um hver ætti að fá að keyra bílinn sem átti eftir að smíða.
Þá er nú gott að hafa gamla góða Framsóknarflokkinn, traustan og öruggan sem skilar sér alltaf í mark og er alltaf í baráttunni. Það er allavega ekki spurning hverjir eru með bestu viðgerðarhléin og bestu leikáætlunina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2006 | 22:36
Gleðileg jól!
Nú eru jólin komin og í kjölfar þess velti ég fyrir mér hvernig maður setur inn hin stórkostlega teljara á síðuna. 364 dagar, 19 klukkustundir 23 mínútur og 18 sekúndur til jóla......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 04:00
Mikið líf í netheimum
Upp á síðkastið hefur mikið líf færst í bloggheima. Það er spurning hvernig þetta þróast og hverjir það verða sem halda lengst út. Það virðist líka vera að það sé mikið sama fólkið sem er að flakka á milli ef marka má þá sem skrifa í athugasemdir. Það er allavega meira en 24 tíma vinna á sólarhring að fylgjast með því sem er að gerast. Ekki að ég meti það svo að maður komist yfir allt sem gerist í blogginu :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2006 | 02:43
Loksins, loksins, loksins.......
Jæja þá er maður loksins farinn að blogga. Þetta er búinn að vera draumur lengi en þegar sólarhringurinn er ekki nema 24 klst. þá hefur ekki gefist færi á því að láta þennan litla draum rætast fyrr en nú. Nú er að reyna að vera duglegur að blogga, örugglega gaman að geta síðan litið til baka og séð hvernig hugarástandið er á hverjum tíma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson