Leita í fréttum mbl.is

Sameiginlegur framboðsfundur í NV. sýndur á Stöð 2

Klukkan 19:40 í kvöld sýnir Stöð 2 frá sameiginlegum fundi stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi. Magnús Stefánsson verður þar í forsvari fyrir Framsókn. 

Þetta verður án efa athyglisverður fundur og kæmi mér ekki á óvart mikið loforðaflóð að hálfu margra aðila. T.d. á síðasta sameiginlega fundi sem haldinn var í Borgarnesi kom Samfylkingin m.a. fram með það loforð að hækka skattleysismörkin í 160.000.- sem þíðir aukningu um u.þ.b. 55 miljarða....55 þúsund miljónir á ársgrundvelli. Býður einhver betur?


Hver verða útspil dagsins í Hafnarfirðinum?

Ég hef frá unga aldri haft gríðarlega gaman af kosningum og öllum þeim spekúleringum og rökræðum sem koma upp á yfirborðið í svoleiðis baráttu. Ég fylgist því spenntur með hver útspil dagsins verða í Hafnarfirðinum. Ef að úrslitin verða 50/50 eins og lítur út fyrir að verða, má telja það sem ósigur, alveg sama hvort sjónarmiðið sigrar. Þegar mál eru orðin það heit að umræðan ein getur brætt ál, þá verður mikið og vandasamt verkefni fyrir stjórnendur bæjarins að lægja óánægubylgjuna sem kemur í kjölfarið. Þá kemur fyrst í ljós úr hverju þeir eru gerðir.

Er hægt að tala um skýran vilja bæjarbúa ef þetta dettur öðru hvoru megin við 50%? 


Myndin tákngervingur STOP stefnu VG

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá myndina með fréttinni var yfirlýst STOP stefna þriggja framboða (VG, Í og S) sem bjóða sig nú fram til Alþingis.


mbl.is Engan sakaði í fjögurra bíla árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem stjórnarandstaðan talar EKKI um!!!!

Mín upplifun og margra annarra af hinu háa Alþingi síðustu misseri er aðallega sú að þar var einhver úr stjórnarandstöðunni sem stóð í pontu og fór mikinn. Ræðutími margra úr andstöðunni mældist í vikum og því mætti halda að fátt hefði verið eftir ónefnt. Svo er nú ekki.

Hér er samantekin listi yfir það sem stjórnarandstaðan talar EKKI um

 


Skjóta fyrst - spyrja svo

Aðförin að Siv Friðleifsdóttur hefur verið með ólíkindum nú upp á síðkastið. Aðförin að persónu ráðherrans hefur einkennst af aðdróttunum um spillingu, óheiðarleika og óheilindi.

Í fréttunum á RÚV í gær kom svo hið rétta í ljós. Siv gerði ekkert rangt og eldri borgarar  viðurkenndu mistök sín og báðu „kurteislega" afsökunar.

Nú verður gaman að sjá hvort þeir sem harðast hafa farið fram í þessum málum og m.a. heimtað afsökunarbeiðni og afsögn ráðherrans biðji Siv afsökunar og segi sig þá af framboðslistum í kjölfarið.

Ég held að samfylkingin þurfi að hugsa vel sinn gang eftir að hafa birt auglýsingu á bls.11 í Fréttablaðinu þann 26. Mars. Þetta var ómerkileg og ómálefnaleg auglýsing sem aðeins byggði á ósannindum og hræsni.


Þetta verða kannski kol-tvísýnar kosningar

Ég stóð á sínum tíma við járnabeygivél og beygði 150.000 lykkjur sem fóru í steyptu súlurnar sem halda uppi álkerjunum.

Sá að þeir eru að auglýsa kynningarferðir um álverið núna í vikunni. Spurning að skella sér að skoða herlegheitin. Annars er ég ekki með kosningarétt þó að ég sé með aðsetur hér í Hafnarfirði.

 Shit....var að taka eftir því að það er álver í bakgarðinum hjá mér Shocking


mbl.is Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunun - jafnræði

Lögfræðin er skemmtileg........

Ef ég verð kennari þá ætla ég að halda munnlegt próf með eina spurningu sem er eftirfarandi:

Útskýrðu muninn á að brjóta gegn banni við mismunun og broti á jafnræðisreglu?

Vitnið í dóma :-)


Er ekki hægt að gera tvennt í einu?

Sá í einhverjum miðlinum í dag umfjöllun um að hægt væri að setja eldfjallagarð í stað álversins. Hmmmmmmm.....verð að viðurkenna að þetta hringdi engum bjöllum hjá mér!

Af hverju er ekki hægt að gera bæði í einu þ.e.a.s. vera með álver og eldfjallagarð í nágrenninu?

Nú er lag fyrir athafnamenn að fá ALCAN sem aðalstyrktaraðila, þeir eru til í allt í ímyndaruppbyggingu sinni.

Verður áhugavert að sjá hver niðurstaða hafnfirðinga verður næstu helgi.

Annars verð ég að segja að mér sýnist að ákveðnir aðilar séu hættir að sjá hin ótrúlegu tækifæri sem við höfum í ferðaþjónustu fyrir ímynduðum reyk frá álverum.

 


Eitt í dag annað á morgun

Stjórnmálamenn fá oft þann stimpil á sig að vera svolítið sveigjanlegir í málflutningi þar sem túlkun þeirra fer svolítið eftir aðstæðum hverju sinni. Sá mikli kappi Steingrímu J. var t.d. staddur á Bifröst á dögunum og ræddi þar við háskólafólk um stjórnmál. Hann var spurður hvernig kaffibandalaginu svokallaða liði og ekki stóð á svörum.  Steingrímur svaraði á þá leið að ef stjórnarandstaðan hlyti meirihluta þá væru það skýr skilaboð frá kjósendum um að hún ætti að tala saman. Í framhaldi talaði hann um að brandari ársins væri að framsóknarflokkurinn gengi óbundinn til kosninga, því að ef þeir væru í þeirri stöðu að geta myndað meirihluta með sjöllunum þá myndu þeir hlaupa beint í fangið á þeim.......  Þetta vakti kátínu hjá viðstöddum og kannski ekki af því að þetta væri brandari ársins heldur vegna þess að röksemdarfærslan var kannski ekki upp á það allra besta....fólk spurði sig náttúrulega þeirrar einföldu spurningu hvort það væri ekki eðlilegt að stjórnarflokkarnir töluðu fyrst saman ef þeir myndu ná meirihluta fyrst það væri svona eðlilegt að stjórnarandstaðan myndi tala saman ef þau næðu meirihluta?

Stundum komast menn upp með það að segja eitt í dag og annað á morgun en þegar það er í sömu setningunni þá kemur það kannski ekki svo vel út.


Gerð úr lífrænum efnum

Það er margt sem gengið hefur á í kringum sviplegan dauðdaga Önnu Nicole Smith. Dómsmál spretta upp eitt af öðru t.d. faðernismál, eignaréttarmál, og nú síðast þurftir dómara til að kveða upp hvar blessuð stúlkan skyldi lögð hinstu hvílu. Einnig kom fram í fréttinni að lík Önnu Nicole varðveittist illa. Ekki finnst mér það geðslegar fréttir að fá stöðuna á hvernig lík varðveitist. En þetta kemur samt óneitaneitanlega á óvart í ljósi fyrri frétta af neysluhegðun manneskjunnar bæði hvað varðar inntöku óæskilegra efna með hátt geymsluþol og ígræðslu ólífrænna íhluta.

Spurning að skrifa á blað snöggvast hvar maður vill verða jarðsunginn...ef ske kynni 7, 9, 13.....bank, bank......

 


mbl.is Anna Nicole verður jarðsett á Bahamaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband