Leita í fréttum mbl.is

Skjóta fyrst - spyrja svo

Aðförin að Siv Friðleifsdóttur hefur verið með ólíkindum nú upp á síðkastið. Aðförin að persónu ráðherrans hefur einkennst af aðdróttunum um spillingu, óheiðarleika og óheilindi.

Í fréttunum á RÚV í gær kom svo hið rétta í ljós. Siv gerði ekkert rangt og eldri borgarar  viðurkenndu mistök sín og báðu „kurteislega" afsökunar.

Nú verður gaman að sjá hvort þeir sem harðast hafa farið fram í þessum málum og m.a. heimtað afsökunarbeiðni og afsögn ráðherrans biðji Siv afsökunar og segi sig þá af framboðslistum í kjölfarið.

Ég held að samfylkingin þurfi að hugsa vel sinn gang eftir að hafa birt auglýsingu á bls.11 í Fréttablaðinu þann 26. Mars. Þetta var ómerkileg og ómálefnaleg auglýsing sem aðeins byggði á ósannindum og hræsni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Það mætti halda að það væri að koma kosningar

Davíð, 27.3.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband