17.4.2007 | 00:04
Hvar er Árni Johnsen?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 13:43
Rangfærslur í ályktunum sjálfstæðismanna
Ég renndi aðeins í gegnum ályktanir sjálfstæðismanna frá landsfundinum um landbúnaðarmál. Þar kennir margra grasa. Það er tvennt sem stingur í stúf. Talað er um áframhaldandi verndun í einni málsgrein og svo að markaðslögmál eigi að gilda í annarri seinna. Þetta er skrítin framsetning og full ástæða að spyrja hvað átt sé við.
Annað er þó öllu verra en það er ályktunin um þjóðlendumál. Þar kemur fram eftirfarandi:
... fagnar landsfundurinn þeim breytingum sem fjármálaráðherra hefur lagt til að gerðar verði á framkvæmd þjóðlendumála og að endanleg kröfugerð ríkisins í þeim málum sem nú eru í vinnslu taki mið af því.
Þetta tel ég vera afar ósmekklega orðað og er einfaldlega mikil rangfærsla. Núna er komin kröfugerð í Þingeyjasýslum þar sem farið er fram með ýtrustu kröfur. Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson hafa staðið í mikilli baráttu við fjármálaráðherra um að verklagi yrði breytt. Það gekk illa enda sjálfstæðismenn oft erfiðir í taumi og þráast lengi við þegar um brýn verkefni er að ræða. Nú koma þeir fram á landsfundinum og hæla Árna Matt í hástert fyrir vasklega framgöngu. Þetta er ekki Sjálfstæðisflokknum til sóma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:58
Næsti landbúnaðarráðherra annað hvort Framsókn eða VG
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 20:25
Pylsubandalagið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 17:11
Tvísaga í sömu setningunni
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru óþreyttir að benda á óstjórn í efnahagsmálum og hafa búið til mörg stór slagorð sem lýsa því "ófremdarástandi sem þar ríkir". Aftur á móti eru þeir líka óþreyttir í að koma með stór loforð í að moka fé í velferðarkerfið og bæta alla þjónustu sem tilheyrir ríkinu. Til að rökstyðja hvernig á að standa undir öllum loforðunum benda þeir á sterka stöðu ríkiskassans og að það sé kominn tími til að moka úr honum einhverjum hundruðum miljarða í velferðarþjónustuna.
Er ekki kominn tími til að rökstyðja hvort atriðið er rétt..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 11:50
Samfylkingin og föstudagurinn 13.
Þar sem mikið var að gera hjá mér í gær náði ég ekki að fylgjast mjög ítarlega með hvað var að gerast í kringum landsfund Samfylkingarinnar. Ég á marga góða vini í Sf. og því gaman að fylgjast með hvað þau eru að gera.
Það sem ég þó sá gaf mér vísbendingar um að landsfundir þessa ágæta stjórnmálaflokks verða valdar aðrar dagsetningar en föstudagurinn 13. í framtíðinni.
Fyrst kom Össur í hádegisviðtalinu og með miklum sannfæringarkrafti talaði hann um að mannsaldursreynsla sín í stjórnmálum og yfirburðaþekking sín á að lesa úr skoðanakönnunum sýndi að allt væri á uppleið. Össur sýndi svo með skemtilegri handahreyfingu til að leggja áherslu á orð sín hvernig skoðanakannanir væru á uppleið....... 6 klst. seinna er birt könnun Gallup þar sem staðreyndin var á öfugan veg.....Óheppin...
Á landsfundinn mættu svo skeleggir kvenskörungar frá Norðurlöndunum, þær Helle Thorning-Smith, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og Mona Sahlin, nýkjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð til að styðja stöllu sína Ingibjörgu Sólrúnu í komandi verkefni. Til merkis um þessa föstudagsins 13 óheppni í kringum landsfundinn, þá lýsti Sahlin því yfir í ræðu á fundinum að til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum, þyrfti konu. Þetta vekur ákveðna furðu að heyra því að þessar stöllur þrjár, Sahlin, Ingibjörg og Helle Thorning-Smith eru allar í stjórnarandstöðu. Þannig að þetta módel er ekki alveg að virka...Óheppin...
Síðan sá ég Kastljósið í gær yfir kvöldmatnum og verð að segja að þar átti Kristrún Heimisdóttir alveg hræðilegan dag. Ekki ætla ég að vera að velta henni upp úr hvernig til tókst í gær...kannski einhver yfirspenna eftir að koma af miklum baráttufundi...eða bara...Óheppin...
Annars bendi ég á grein á heimasíðunni minni www.valdimar.is sem ber heitið Föstudagurinn 13. En þar útskýrist vel af hverju fólk ætti að hugsa sig tvisvar um að treysta á lukkuna á þessum degi. Sérstaklega kannski þegar um er að ræða heilu stjórnmálaflokkana mánuði fyrir kosningar J
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 01:43
Áhugaverðar umræður í sjónvarpssal
Það var skemmtilegt að fylgjast með umræðunum í sjónvarpssal áðan. Það verður einnig áhugavert að fylgjast með áframhaldinu næstu kvöld. Það er altaf gaman að heyra Steingrím J. segja frá brandara ársins í sambandi við væntanlegar ríkisstjórnarviðræður. Það fer þó að verða brandari ársins að heyra hann lýsa því að ef stjórnarandstaðan nái meirihluta þá sé eðlilegt að þau tali fyrst saman um myndun ríkisstjórnar en honum finnst að sama skapi óeðlilegt og (brandari ársins) að ríkisstjórnarflokkarnir tali saman ef þeir halda meirihluta.
Annars er gaman að skoða mörg pólitísk blogg núna í kjölfar þáttarins og sjá þegar allir lýsa formanni síns stjórnmálaflokks sem sigurvegara kvöldsins. Foringjadýrkunin sem helst hefur verið hermt upp á Sjálfstæðismenn á orðið við um fleiri flokka um þessar mundir sýnist mér.
Fyrir mitt leyti þá bar Jón Sigurðsson af í kvöld, yfirvegaður, rökfastur og málefnanlegur. Ég held að flestir geti verið sammála um að Jón sér heildarmyndina langskýrast af þeim flokksleiðtogum sem nú eru í framboði. Enda kemur í ljós að þegar gengið er á formennina og þeir krafðir svara þá endar svarið oftast í því að þeir eru sammála málflutningi og rökum Jóns.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2007 | 14:23
Ótrúlegur stuðningur í skoðanakönnunum við "Enga stefnu"
Ótrúlegt er að fylgjast með því að hátt í helmingur þeirra sem svara í skoðanakönnunum eru tilbúnir (á þeim tímapunkti sem könnunin á sér stað) að kjósa yfir sig enga stefnu til næstu fjögurra ára. Það er með ólíkindum hvað VÍS flokkarnir (Vinstri grænir, Íslandshreyfingin og Samfylking) komast undan því að svara spurningum til að negla niður hvað það er í raun sem þau ætla að gera. Þessir þrír flokkar tala um STOPP en ekkert er skilgreint hvað það þíðir. Þegar gengið er aðeins eftir svörum reyna þeir að redda sér með því að tala um frestun og þá í mjög óskilgreindan tíma.
T.d. nefnir Samfylkingin frestun stóriðju til ársins 2009 en skilgreinir ekkert hverju er verið að fresta. Eftir því sem ég best vissi þá er engin stóriðja á leiðinni fyrir árið 2009 þannig að með þessari skilgreiningu sinni þá er Samfylkingin eini flokkurinn með raunverulega stóriðjustefnu en aftur á móti skilgreina þeir ekki hvar og hverskonar stóriðja á að koma þá eða hvar eigi að virkja???
Eins er með VG og Í þegar kemur að þessum efnum. Þau segja STOPP en það er hins vegar ekki til frambúðar. Það má athuga þetta þegar hagkerfið kólnar eða við einhverjar aðrar óskilgreindar aðstæður. Þá er spurningin sem er ósvarað: Við hvaða aðstæður í efnahagskerfinu mun VG og Í virkja og byggja stóriðju og þá HVAR og hvaða gerð stóriðju er þeim þóknanleg?
VG og Í hafa einnig talað um betri nýtingu orku og þá að nýta hana t.d. í koltrefjaframleiðslu og vetnisframleiðslu. Þarf ekki að spyrja nánar út í þessa hluti. t.d. þarf helmingi hærra hitastig til að vinna koltrefjar heldur en ál.....sem þíðir helmingi meiri orka......og hvað með vetnið.....hvað ætla þessir flokkar sér???
Eina sem þessir flokkar eiga sameiginlegt er að koma ríkisstjórninni frá en þegar spurt er að því hvað þau ætli að gera ef það muni takast eru svörin engin......bara eitthvað annað = Engin stefnaBloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 00:43
VG - undir hentiflaggi!
Þegar haldið er af stað í kosningabaráttu er eitt af fyrstu verkum að reyna að átta sig á andstæðingunum. Til þess að greina pólitíska andstæðinga þarf fyrst að skoða stefnumálin og svo söguna til að finna út hvar finna má trúverðuglegan málflutning þ.e.a.s. hvenær er eitthvað meira að baki en orðin tóm. Við greiningu á VG kemur margt í ljós sem ekki stenst nein rök og greinilegt að þar fylgir hugur ekki máli. Kosningaskúta VG siglir undir hentiflaggi á þau mið sem líklegust eru að gefa hverju sinni. Hér ætla ég einungis að fjalla um umhverfismál og jafnréttismál þó að af nógu sé að taka.
Fljótlega eftir að VG kom fram á sjónarsviðið fóru þeir að reyna að mynda sér sérstöðu í umhverfismálum, enda hugmyndafræði alþýðubandalagsins gamla eða kommanna eins og þeir voru oft nefndir útvötnuð og gjaldþrota. Stjórn og stefnumörkun á sviði efnahagsmála og atvinnulífis var kommunum um megn og var ein helsta ástæða þess að flokkurinn var lagður niður. Ekki breyttist neitt við að kalla gamla alþýðubandalag nýju nafni (VG) og því þurfti að róa á ný mið í leit að fylgi.
Þarna hittu þeir á að umhverfisvakning var að eiga stað og því keyrt á fullu á þau mið. Þetta gekk ágætlega og var bara nokkuð trúverðugt þó mörgum þætti að stefna þeirra væri að mörgu leyti öfgafull . Síðan fóru aðgerðirnar að segja til sín og núna er svo komið að þessi stefna þeirra er heldur hvorki vatni né vindi. Það versta sem gat hent VG var að þeir fóru að komast í meirihluta í sveita- og bæjarstjórnarmálunum á fáeinum stöðum um landið og þá kom í ljós hið rétta andlit. Umhverfisprinsippið var ekkert meira en orðin tóm.
Dæmi: Í meirihlutasamstarfi á Húsavík studdu VG hugmyndir um byggingu álvers á Bakka. Í Skagafirði samþykktu þeir að setja Skatastaðavirkjun á deiliskipulag. Í Borgarbyggð vilja þeir ekki setja veglagningu og landfyllingu undir þjóðveg 1 í umhverfismat. Í Mosfellsbæ leggja þeir veg í eitt helgasta vé Mosfellinga í Kvosinni. Í samstarfi R-listans komu þeir að samþykktum um Kárahnjúkavirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun ásamt fjöldamörgum tilraunaborunum í sambandi við virkjun jarðvarma. (Ath. þetta eru bara fá dæmi af mörgum þar sem ákvarðanir þeirra hafa gengið þvert á umhverfisstefnuna) Þetta ætti þó að sýna að erfitt er að átta sig á og treysta grundvallarstefnu sem er þverbrotin í hvert sinn sem á reynir.
Jafnréttismálin eru svo hitt málið sem ég ætlaði að fjalla um. Það ætti að nægja að nefna hér að uppstilling framboðslista þeirra fyrir kosningarnar 2007, þar sem einungis tvær konur leiða lista, þverbrýtur regluna um 40%/60% regluna sem tala um á þann hátt að þeir hafi fundið hana upp. Þessa reglu vilja þeir koma inn í atvinnulífið með lögum en hafa ekki fyrir því að haga hlutum í sínum eigin ranni samkvæmt henni.
VG hafa rökstutt 40%/60% regluna t.d. með því að hún myndi hjálpa til í að leiðrétta launamun en ekki síður að með því að fá fleiri konur inn í stjórnendastöður væri meira tillit tekið til kvenna á vinnumarkaði. Einnig átti reglan að þeirra mati að leiða til þess að rekstur fyrirtækja tæki í auknum mæli tillit til samfélagslegra sjónarmiða og hið kvenlega innsæi myndi leiða til þess að betur væri hugsað um starfsfólk og mannauður fyrirtækja myndi nýtast betur.
Á Íslandi hefur ein kona öðrum fremi dregið vagninn á síðustu misserum. Það er Rannveig Rist forstjóri ALCAN á Íslandi. Rannveig hefur verið að mínu mati verið fyrirmynd, ekki bara kvenna heldur líka karla, hvað varðar sterka forystu og skelegga stjórnun ásamt því að vera lengi eina konan sem átti sæti í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöll. Rannveig hefur á árum sínum í Straumsvík lyft grettistaki hjá fyrirtækinu, stuðlað að endurmenntun starfsfólks og skapað þar mjög góðan vinnustað bæði fyrir karla og konur. Ég held fram þeirri skoðun minni að mengunarmál , samfélagsleg þátttaka álversins og málefni starfsmanna í Straumsvík væru í verra horfi ef ekki kæmi til hið kvenlega innsæi Rannveigar rist. Þessari skoðun deili ég greinilega ekki með VG. Gagnrýni VG á starfsemi álversins hefur ekki hvað síst beinst að Rannveigu sem að þeirra mati hefur einungis gróðrarsjónarmið að leiðarljósi og öll þau samfélagslegu verkefni sem hún leggur lið eru túlkuð sem mútufé til að þagga niður í óánægjuröddum sem upp kunna að koma og kaupa fyrirtækinu frið.
Ekki hef ég heyrt af neinum VG sem hefur klappað Rannveigu á bakið og þakkað fyrir þátt hennar í jafnréttisbaráttunni og virðulega framkomu þegar mest blæs á móti. Jafnréttisskilaboð VG til kvenna sem stefna hátt eru ótvírætt þessi passaðu þig bara að vera í business sem er okkur þóknanlegur .
Í sambandi við jafnréttismálin get ég týnt margt til t.d. hvernig iðnaðar og orkustoppið vinnur algerlega gegn þeirri stefnu stjórnvalda að fjölga konum í ýmsum menntagreinum sem tengjast orkuiðnaðnum. Þær konur verða líklega að finna sér störf erlendis eða þá að starfa fyrir utan sitt sérsvið og þiggja þá lægri laun fyrir vikið.
Þegar helstu baráttumál VG eru rekin ofan í þau kemur í ljós að það eina sem situr eftir er málefnafátækt gamla alþýðubandalagsins. Atvinnu- og efnahagsmálastefna þeirra hafa ekkert breyst, þau eru ennþá blankó enda heyrir maður núna í síauknum mæli hjá þeim sem muna og kunna söguna þetta eru bara kommar. Af hverju kommar? Jú þeir gera allt til að komast til valda. Dæmi: Þeir hafa staðið á torgum og úthrópað ríkisstjórnina , en um leið og þeir sáu glitta í það úr skoðanakönnunum að getað myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þá voru þeir ekki lengi að éta allt ofan í sig og liggja nú eins og breimandi kettir utan í íhaldinu.
Og hvað gerist ef þeir komast í stjórn, hvað verður um öll prinsippin þá? Svarið er einfalt......það er alveg eins hægt að stjórna landinu með því að kasta upp krónu....
Í blálokin: svona er ástatt með mannréttindamál VG.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 02:17
VG vill í ríkisstjórn til að stöðva framþróun og framsókn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Gestur Guðjónsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Sigurður Árnason
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Framsóknarflokkurinn
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Agnar Bragi
- Eysteinn Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Samband ungra framsóknarmanna
- FUF í Reykjavík
- Fannar frá Rifi
- Einar Sigurbergur Arason
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Vestfirðir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Davíð
- Björn Ingi Hrafnsson
- Pétur Gunnarsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Agnes Ásta
- Páll Ingi Kvaran
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- maddaman
- Íris Hauksdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson