Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarsáttmálinn opinn í báða enda

Eðli stjórnarsáttmála er að vera dálítið opnir í báða enda og þar er ætíð að finna mörg faguryrði og stóryrði um að hverju skuli stefnt. Stjórnarsáttmáli X-D og X-S er þar engin undantekning. Það sem kemur mér samt á óvart er hvað lítið er þar sem hönd á festir. Þarna er farið inn á flest svið þjóðlífsins og allt á að bæta og efla en lítið um nánari skilgreiningar. Nokkuð mörg atriði vöktu athygli mína og þá sérstaklega hvað Samfylkingin hefur gefið gríðarlegan afslátt af sinni stefnu, allavega hvað varðar þau stóru orð sem komu fram í kosningabaráttunni. Það verður stórt og spennandi verkefni að vera í stjórnarandstöðu enda gefur stjórnarsáttmálinn tilefni til margra ágreiningsefna. Það eru fögur fyrirheit um sátt og samlyndi en ekki er ég viss um að þjóðin gleypi við öllu því sem að kemur frá þessari ríkisstjórn möglunarlaust. Það skyldi þó ekki vera að mikið ósætti eigi eftir að einkenna þjóðlífið á næstu misserum?


Kannski verður það ÞÚ

Inngrip auðvaldsins í kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar núna í vor er grafalvarlegt mál. Núna í kjölfarið er auðvelt að gleyma sér í því að benda á að Framsóknarflokkurin sé tapsár og sé að benda á að þessi aðför sem beindist að honum sé eina ástæða þess að illa fór. Það eru margar ástæður fyrir slæmri útreið flokksins í kosningunum og mikil vinna framundan í að byggja upp flokkinnn. En það má ekki líta á inngrip fjölmiðla á vegum Baugs og auglýsingu Jóhannesar eingöngu í því ljósi. Hverjir verða fyrir barðinu á auðvaldinu næst? Verður það kannski Samfylkingin? Hvað ef nýjir ráðherrar á þeim bæ láta sér detta í hug að að koma fram með auknar reglur t.d. um hringamyndun eða auknar reglur í sambandi við samkeppnismál? Verður þá útgefið blað sem ætlað er að draga úr trúverðuðleika þeirra? Getur verið að ótti við að styggja ekki Baug geri að verkum að ráðherrar veigri sér við að setja eðlilegar reglur á sviði viðskiptalífsins?

Eitt er víst að þetta ingrip sem átti sér stað vekur fleiri spurningar en það svarar. Það væri allavega ráðlegt að taka Framsóknarflokkinn og Baug út úr þessari umræðu og líta á heildarmyndina. Kannski verður það ÞÚ sem lendir næst undir hælnum á auðvaldinu. Hvað þá?


"Nú sitjum við uppi með þessa ríkisstjórn..."

Þessi orð sem Jón Bjarnason hinn mæti þingmaður Vinstri Grænna hafði ítrekað frammi í kosningabaráttunni hafa öðlast nýja merkingu...... þarf varla að rökstyðja það nánar. Smile

Ný ríkisstjórn

Nú er búið að tilkynna ráðherralista í næstu ríkisstjórn. Sameinuð voru landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti þannig að það má segja að tvö ráðuneyti séu á í höndum Einars K. Guðfinnssonar sem er eini ráðherrann úr Norðvesturkjördæmi.
Athygli vekur einnig að Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti sé í höndum tveggja ráðherra. Skipting ráðuneyta er því að Sjálfstæðisflokkurin er með 7 ráðuneyti og Samfylking með 5 ef miðað er við eldra fyrirkomulag. Samfylking ber sér á brjóst fyrir að fylgja í kjölfar Framsóknar að vera með jafnt kynjahlutfall 3 - 3.......það er ekki merkileg ríkisstjórn ef það er aðalmálið.......Hlakka til að sjá málefnasamninginn en þar verða örugglega margt sem Samfylkingin þarf að éta ofan í sig. Guðlaugur Þór boðaði allavega strax í fyrsta viðtali breytingar í rekstri heilbrigðiskerfisins í átt til einkavæðingar. Það hefði Framsókn aldrei samþykkt.

"Baugsstjórnin" fallin

Það má segja að með því að skipa Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra þá hafi broddurinn verið tekinn úr áróðri Jóhannesar í Bónus og þeirra Baugsmanna gegn honum. Verðgildi nafngiftarinnar "Baugsstjórnin" féll töluvert í verði við þessa ráðstöfun en reyndar mun hún loða við þessa stjórn eins lengi og hún starfar alveg sama hvað reynt verður að koma öðru að.....lengi býr að fyrstu gerð....

"Baugsstjórnin" skal hún heita

Í ljósi kosningabaráttunnar og hvernig Baugsmenn blönduðu sér á afgerandi hátt í hana þá þarf ekki fleiri orð þar um.

Til að gefa stjórninni formlega nafn þá eru hæg heimatökin að fá Séra Karl V. Matthíasson til verksins.


Spurning hvort Jón Baldvin mæti nokkuð meira í silfrið?

Spurning hvort samfylkingin geti ekki nýtt sér það sem fram kemur HÉR. Galdrastafurinn Máni gæti verið málið.

Afar furðuleg "frétt" á stöð tvö í gær

"Íslendingar búsettir erlendis sjá Ísland ekki í hyllingum" var fyrirsögn í fréttum stöðvar tvö í gær. Þessi setning var höfð eftir tveimur frambjóðendum samfylkingarinnar sem staddir voru á atkvæðaveiðum í Kaupmannahöfn...........Ég verð að segja að mér féllust hendur. Eru engin takmörk fyrir því hvað íslenskir fjölmiðlar geta lagst lágt. Í þessari frétt var fullyrt að íslendingar erlendis sæu ekkert gott við að fara heim til íslands. Og heimildarmennirnir einn aðili (lesist samfylkingarmaður) búsettur erlendis og tveir frambjóðendur samfylkingarinnar. Þetta kallast óvönduð vinnubrögð í meira lagi og þeim sem unnu hana til mikillar skammar.


Kosningaskrifstofa á Ísafirði

Nú liggur leiðin til Ísafjarðar en í dag miðvikudag opnum við kosningaskrifstofu á Ísafirði. Það verður gaman að koma vestur og hitta þann góða vinahóp sem ég á fyrir vestan. Annað kvöld verður svo eitthvað húllumhæ en við kíkjum örugglega á keppnina "óbeislaða fegurð".

Sjáumst fyrir vestan!


Önnur kona - annað land - sami málflutningur

Það er eins og maður hafi heyrt þetta allt áður.

Sahlin talar um að það eigi að fara að níðast á atvinnulausum.........

Í fréttinni segir hins vegar...

"Ríkisstjórnin sænska kynnti fjárlög sín í gær og leggur þar áherslu á atvinnumál og nýsköpun í atvinnulífi."

Það kallast sem sagt að níðast á atvinnulausum að leggja áherslu á atvinnumál og nýsköpun í atvinnulífi.


mbl.is Sahlin: Sænska ríkisstjórnin níðist á atvinnulausum og gerir ríka enn ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband