Leita í fréttum mbl.is

Hvenær lendir maður í einhverju?

Vinur minn var eitt sinn að lýsa atburðarás þar sem fjölskyldufaðir stal og drap hest til að eiga í matinn handa fjölskyldunni. Vinur minn lýsti því í samúð sinni að þessi fjölskyldufaðir hefði "lent" í því að stela hesti.

Þetta vakti kátínu hjá okkur sem á hlustuðum að hann orðaði hlutina svona.

Það fór samt ákveðinn kjánahrollur um mann þegar oddviti sjálfstæðismanna í borginni orðaði þá atburðarás sem hann skapaði á sínum tíma sem eitthvað sem hann hafði "lent í".

Það má allavega með sanni segja að mörkin milli þess að "lenda í einhverju" eða "skapa sér eitthvað sjálfur" séu ansi óljós í hans huga.


Krísa Sjálfstæðisflokksins

Ég fór á tvo fundi í dag hjá lögmönnum sem ég er að vinna með. Báðir eru þeir miklir sjálfstæðismenn. Á þessum fundum var ekki friður hjá þeim fyrir símanum og greinilega mikil undiralda. Báðir bókuðu sig á einhvern krísufund til að ræða borgarmálin og stöðu mála.....Það sem stakk í stúf var að þetta var sitt hvor fundurinn....á sitt hvorum staðnum.....og tala átti fyrir sitt hvoru sjónarmiðinu...

Ég efa það ekki að þetta voru bara tveir fundir af mörgum sem haldnir voru í kvöld hjá sjöllunum.....það er allt logandi...


Einn og einn fréttamann í einu?????

Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessari fáránlegu hugmynd......og átta mig örugglega aldrei á henni.

Fréttirnar sem komu frá Valhöll í dag voru með þeim hættinum að það er hægt að aflýsa spaugstofunni um langa hríð og sýna klippur frá þessari vitleysu. Þvílíkt fár sem var í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum.

Fundur boðaður í ráðhúsinu...haldinn í Valhöll....fréttamannafundur boðaður klukkan 13:00.....byrjaði klukkan 14:20...átti að tala við einn og einn fréttamann í einu....endaði með að það voru einhverjir sérvaldir sem fengu að mæta.....tveir stólar sitt hvoru megin við Villa í viðtalinu samt mætti hann bara einn....fólk hlaupandi um einhverja ranghala í Valhöll til að forðast fréttamenn....og svo frv. og frv. og frv........

Ég segi aftur eins og ég bloggaði um í gær....atburðarásin hjá þeim (sjöllunum) er algerlega stjórnlaus....


Hnífasettin öll í Valhöll!

Ég hitti einn forystumann í Framsóknarflokknum í dag og ræddi við hann um innanflokksmál. Hann tjáði mér að það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af vígum þar á bæ lengur því að öll pólitísk hnífasett væru komin til Valhallar og yrðu þar um ófyrirséðan tíma.


Borgarstjórastóllinn + pólitísk hengingaról...

Það eru skemmtilegar pælingarnar sem fram hafa komið á síðustu dögum um hvernig framhaldið verður í borgarmálunum. Alls konar fléttum hefur verið slegið fram um hvernig sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að vinna úr sínum málum.

Mér sýnist á öllu því sem fram hefur komið að möguleikar sjálfstæðismanna til að koma niður á fótunum séu engir.

Atburðarásin er algerlega stjórnlaus og með hreinum ólíkindum hversu illa þeim tekst að vinna úr sínum málum. Allt innra skipulag flokksins er brostið og hreinlega vandræðalegt að sjá hversu illa þeim tekst að halda utan um hlutina. Hið öfluga fjölmiðlanet flokksins bæði hvað varðar dagblöð og blogg er sprungið með hvelli. Ritstjórarnir þrír úr innsta koppi voru búnir að leggja línurnar með Hönnu Birnu sem næsta leiðtoga......en það átti ekki að gerast fyrr en í næstu kosningum. Eftir hrakfarir síðustu daga gæti þurft að skipta um leiðtoga fyrr en áætlað var. Nú þarf einhvern sem tilbúinn er að fórna sér...málið er nefnilega að þessu nýja leiðtogahlutverki fylgir ekki bara borgarstjórastóllinn heldur pólitísk hengingaról sem tekur svona c.a. eitt ár að klára sitt verk. Sexmenningarnir líta hver á annan þar sem enginn vill taka við keflinu....allt fólk á besta aldri sem hafði ekki óskað sér að enda ferilinn á þennan hátt. Lausnin sem þau horfa til er að hugsanlega sé best að keflið sé þar sem það er núna þ.e.a.s. í höndunum á Villa.

Framtíðin sem bíður Villa er eins og að vera með gorm fastan neðan á sér sem hann getur ekki losað sig við. Líkt og leikmaður á fótboltaspili. Hann á eftir að fá hörð og óvægin skot á sig úr öllum áttum þar sem honum er þrýst í grasið en er tilneyddur gormsins vegna að rísa aftur. Þeir sem standa við hlið Villa í þessum leik eru ekki að varna því að hann meiði sig við hvert áfall heldur aðeins að líta til með hvort gormurinn sé ekki á sínum stað.

GMS sambandið sem legið hefur niðri þegar um sjálfstæðismenn er að ræða á ekki eftir að batna mikið í komandi framtíð. Enginn vill segja neitt eða gefa neinar yfirlýsingar því að hvert orð gæti reynst dýrkeypt við þessar aðstæður. Upp safnast gríðarlegur fjöldi ósvaraðra spurninga sem kjósendur þurfa líklega að svara sjálfir í næstu kosningum. Þetta er pólitískur harmleikur sem bitnar harkalega á íbúum Reykjavíkur því að skynsemin ræður ekki ferðinni hjá þeim sem króaðir eru af við þessar aðstæður. 


Lýðræðið holdi klætt

Sitt hvað má nú segja um þau læti sem voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Ég hafði samt lúmskt gaman af þessum látum sem breyttu fyrirséðum fundi í mikla dramatík.

Eftirmálarnir eru líka áhugaverðir, fólk skiptist í tvo hópa og kalla þessi mótmæli annaðhvort aðför að lýðræðinu eða hinn hópurinn sem segir að nákvæmlega svona birtist lýðræðið.....

Líklegt er að nokkrir af þeim sem létu sjá sig á pöllunum í dag eiga eftir að setjast í borgarfulltrúastólana í framtíðinni.

Þá er vonandi að aðgerðir þeirra munu ekki leiða til þess að "lýðræðið" birtist holdi klætt með öskrum og látum á pöllunum.

Þessi atburðarrás er víti til varnaðar.


Ráðhúsástand í ítalska þinginu

Ég var að horfa á myndir frá Ítalska þinginu áðan og þar var sannkallað ráðhúsástand. Eini munurinn var sá að á ítalska þinginu þá hegðuðu kjörnir fulltrúar sér með svipuðum hætti og áhorfendur á pöllunum í ráðhúsinu í morgun. (sem er kannski svolítið mikill munur).

Kannski Prodi hafi klikkað á því að friða tvö hús í Róm til að róa mannskapinn.....


mbl.is Prodi sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætli Árni Matt svari þessu?

Ástráður Haraldsson Hrl. kom með ansi gott komment þegar hann sagði í viðtali við stöð tvö að það sé ekkert skrítið að dýralæknir félli á lagaprófi.

Það er ekki lítið sem hefur gengið á í kringum Sjálfstæðisflokkinn núna upp á síðkastið og ef flokkurinn geldur ekki afhroð í næstu kosningum þá er eitthvað mikið að í þessu landi.

Margir höfðu stór orð um að allt myndi lagast ef Framsóknarflokkurinn færi frá völdum en svo er nú aldeilis ekki. Þjóðfélagið logar í illdeilum sem aldrei fyrr og álit almennings á stjórnvöldum er langt fyrir neðan frostmark.

Árni hefur andað léttar þegar allt það umrót sem riðið hefur yfir á síðustu dögum dró athyglina frá afglöpum hans en nú er málið aftur komið á forsíðurnar í kjölfar ályktunar Dómarafélagsins.

Kannski Árni verði kominn í stjórastólinn hjá Landsvirkjun fyrr en áætlað var. 


mbl.is Dómarafélag Íslands: Ráðherra færði ekki viðhlítandi rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór Magnússon með blaðamannafund á morgun.

Ég rakst á það einhversstaðar að Ástþór Magnússon boðaði til blaðamannafundar á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann hefur fram að færa á þeim fundi og ekki ólíklegt að eitthvað ófyrirséð útspil líti dagsins ljós.

Ef hann tilkynnir um framboð sitt til forseta þá er það vel við hæfi að hann noti til þess sama tíma og nýr borgarstjórnarmeirihluti tekur við borginni. Í báðum tilfellum er um að ræða skuggahliðar lýðræðisins.


Hvað er ólíkt með RVK og Hollywood?

Hollywood þarf á handritshöfundum að halda til að búa til sápuóperur en í Reykjavík eru það kjörnir fulltrúar sem spinna af fingrum fram í beinum útsendingum.

Þetta er nú meira ruglið....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband