Leita í fréttum mbl.is

Bobby Fischer látinn

Einn skrautlegasti´"íslendingurinn" á síðustu árum nú látinn. Það leit út fyrir að hann nyti þess að búa hér á landi og vonandi að hann hafi átt ánægjulegar stundir hér eftir mjög erfið ár í útlegð og mikla innri baráttu.


$amfylkingin og $jálfstæðisflokkurinn

Hinn almenni borgari fær reglulega aðvaranir frá forsætisráðherra um að halda að sér höndum. Á sama tíma eru ríkisútgjöldin hækkuð um 20% á milli ára.

Á síðasta ári var ríkisstjórnin gagnrýnd harkalega fyrir svokölluð "kosningafjárlög" sem oftast eru í hærri kantinum. Nú eru í gangi "kosningafjárlög" plús 20%.......og kjarasamningar lausir.

Ef Forsætisráðherra og aðrir ráðherrar sofa rólegir við þessar aðstæður þá er eitthvað mikið að.....


mbl.is Mikilvægt að halda ró sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að dást meira að annarri persónu?

Það var með ólíkindum að heyra hrifningu Hannesar Hólmsteins á Davíð í Kiljuinni í gær.

Ungir strákar sem eru að dást að uppáhalds fótboltahetjunum sínum eru ekki hálfdrættingar í hrifningu sinni þegar miðað er við þessa ofurást Hannesar á Davíð.

Annars til hamingju með daginn Davíð Smile


Stóra ráðningarmálið

Sá hluta af Kastljósinu í gær. Þetta verður vandræðalegra með hverju orði sem Sjálfstæðismenn láta út úr sér.

Eina sem Birgir Ármannsson lagði upp með í þættinum var að mala endalaust og helst ekki hleypa Siv að.... Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess hver málsstaðurinn er að menn vilji ekki hlusta á rök annarra og hvað þá að þurfa að svara málefnalegum spurningum.

Siv gaf sig ekki tommu enda harður nagli sem lætur ekki slá sig útaf laginu.  


Valgerður kastaði líflínu til Árna Matt

Á Alþingi í dag ákvað Árni Matt að svara ekki spurningum Valgerðar Sverrisdóttur um ýmis mál tengd fjármálaheiminum. Bar Árni því við að ef hann svaraði þessum spurningum þá yrði hann líklega vanhæfur um að taka ákvarðanir í sambandi við þau mál.

...Betur hefði Árni þegið líflínuna sem Valgerður kastaði til hans og blaðrað fram til kvölds um öll hugsanleg málefni til að komast hjá því að taka fleiri ákvarðanir í náinni framtíð...


Innan valdheimilda! Skiptir það öllu hjá sjöllunum?

Ég sá ekki allt Kastljósið áðan en það litla sem ég sá var ansi dapurt hjá Árna Matt.

Ég ætla samt að vona ráðherrans vegna að ég hafi náð versta hlutanum af því sem hann lét út úr sér þ.e.a.s. þegar hann talaði um að það væri ekki honum að kenna að almenningur væri að missa trúna á dómskerfinu heldur væri það nefndinni blessaðri að kenna......

...Ef þetta heitir ekki að snúa hlutunum á hvolf...

Forsætisráðherra segir að ráðningin sé innan valdheimilda og það er eflaust rétt hjá honum... Ég sé samt ekki hvað það skiptir máli hjá þeim sjöllunum hvort þeir starfa innan eða utan valdheimilda...

Ef það klikkar eitthvað þá er bara að bíða þess að Forsetinn skreppi úr landi og draga þá "uppreisn æru" upp úr skúffunni.


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsfriðunarnefnd?

Eitthvað finnst mér þessi blessaða húsfriðunarnefnd hafa farið yfir strikið í þessu Laugarvegs 4-6 máli. Fyrir viku þótti nefndinni ekkert að því að rífa húsin en núna þegar það sem á að koma í staðinn er ekki að þeirra skapi þá á að friða þau. Ég hefði haldið að það væri allt önnur nefnd og allt annað ferli sem það mál fer í. Eða þurfa þeir sem hyggjast byggja hús á lóðum sínum í framtíðinni að leggja málið fyrir húsfriðunarnefnd?

Það er spurning hvort húsfriðunarnefnd þurfi ekki að leggja mál sitt upp í fjórum liðum til aðstoða menntamálaráðherra við úrskurð sinn. Það gæti litið svona út:

1. kostur. Friða húsin

2. kostur: Friða annað húsið og rífa hitt.

3. kostur og sá næst versti: Rífa húsin og láta einhverja innmúraða fá hana endurgjaldslaust til uppbyggingar. Ef þessi kostur er valinn þarf ekki grendarkynningu né að fara eftir deiliskipulagi. Ætlast er þó til að skýringartextar á byggingarnefndarteikningum séu á ágætri íslensku og skýrir. Greina þarf aðalatriði frá aukaatriðum.

4. kostur: rífa húsin


Verður ekki X-D að lýsa nefndina vanhæfa?

Í greinagerðinni eru talin upp lög og reglugerðir sem nefndinni ber að fara eftir. Ef mat nefndarinnar er svo rangt að hæfasti einstaklingurinn lendir í þriðja flokki af fjórum mögulegum og aðrir þrír sem gengið er fram hjá eru í fyrsta flokki þá hlítur nefndin að vera vanhæf til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Er því ekki eðlilegt framhald hjá sjálfstæðismönnum að lýsa nefndina vanhæfa?

Ef ekki er farið eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur til að tryggja aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds þá þíðir lítið fyrir okkur að stæra okkur af vel heppnuðu stjórnkerfi.

Hvað sem öllu líður þá eiga orð fyrrverandi forsætisráðherra sem sögð voru af minna tilefni en þetta vel við um þessa ráðningu "svona gerir maður ekki"


mbl.is Dómnefnd segist sitja áfram þrátt fyrir óvandaða stjórnsýslu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býður sig fram til endurkjörs....hmmmm....

Ekki ætla ég að leggja dóm á hvernig Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem forseti. Hann á sína góðu og slæmu spretti. Aftur á móti fannst mér ansi loðið hvernig hann tilgreindi að hann hyggðist bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem forseti.....hmmmm... hreint ekki afgerandi og vantaði alveg sjálfstraust og kraft í þessa yfirlýsingu. 

Síðast var það þannig að mig minnir að "Auðir og ógildir" komu í næsta sæti á eftir Ólafi í forsetakosningunum... Það vildu fleiri engan forseta en einhvern af hinum sem í framboði voru.

Ekki er ég með neinn í huga svona í fljótu bragði sem gæti veitt Ólafi einhverja keppni en ef einhver býður sig fram þá ætla ég að vona að það verði einhver sem hefur eitthvað erindi í að gera spennandi kosningar. En ef svo verður og Ólafur hlýtur ekki afgerandi kosningu þá er erfitt að túlka orð hans öðruvísi en að hann sé ekki verðugur þess að vera forseti....hefur ekki þjóðina afgerandi að baki sér.


Varnaðarorð forsetans

Áramótaræða forsetnas var mjög góð. Varnaðraorð hans til íslensku þjóðarinnar eiga vel við á þessum tímamótum. Það væri þjóðinni til heilla að sýna ráðdeild fjármálum og ekki eyða um efni fram. Það er mjög dapurt að fylgjast með fólki sem eyðir stórum parti lífs síns í að eltast við skottið á sér "ratrace" til að standa undir glæfralegum og óvönduðum fjárfestingum sem það hefur farið útí.

Bjartsýni er góð en raunsæi er nauðsynleg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband