Leita í fréttum mbl.is

Ætli lýsingarorðið "umfangsmiklar" sjáist aftur?

Þegar ríkisstjórnin kom fram með tillögur til handa heimilum og fjölskyldum nú nýverið þá kynntu þau tillögurnar sem "umfangsmikar". Fréttastofurnar átu þetta upp sérstaklega þó RÚV sem sögðu landsmönnum ítrekað frá því að ríkisstjórnin hefði lagt fram "umfangsmiklar tillögur".

Ekki get ég séð að þessar tillögur eigi eftir að skipta sköpum eða létta fyrir fólki á þann hátt sem ég legg skilning í orðið umfangsmikið.......eða öllu heldur lagði skilning í orðið umfangsmikið áður en ríkisstjórn Íslands endurskilgreindi orðið samviskusamlega fyrir mér.

Nú er verið að byggja upp spennu hjá þjóðinni og skal hún bíða fram á mánudag eftir að haldin verði blaðamannafundur um tillögur til handa fyrirtækjum.....með einhverju stóryrtu lýsingarorði í fararbroddi.

Ætli tillögurnar séu ekki bara tilbúnar......þau gefa sér síðan helgina til að finna rétta lýsingarorðið.

Einhverjar hugmyndir?


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Skrifari

Valdimar Sigurjónsson
Valdimar Sigurjónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband